Færsluflokkur: Landbúnaður
Þegar Samkeppnisstofnun úrskurðaði í haust um verðlagningu MS, komu fram eins og fastir liðir í umræðu um landbúnaðarmál orðin einokun, Jónas frá Hriflu og Korpúlfsstaðir. Fyrir næstu sennu væri rétt að athuga eftirfarandi.
Í íslensku máli eru tvö hugtök um það sem víða kallast monopol. Annað er einkasala og hitt er einokun, og á það við, þegar því er haldið fram, að einkasöluaðstaða sé ok. Einkasala er hlutlaust orð í þessu efni. Ýmsir hafa viljað einkasölu með lögum til að draga úr líkum á einokun.
Jónasi frá Hriflu er eignað ýmislegt, sem menn hafa fundið að í landbúnaðarmálum. Hann sat á þingi 1922-1949 og hafði reyndar aldrei forystu um landbúnaðarmál á þingi, það sáu aðrir um í flokki hans, Framsóknarflokknum, og öðrum flokkum.
Í sambandi við lög um mjólkurvinnslu og sölu er því gjarnan haldið fram, að afurðasölulögin frá 1935 hafi komið Korpúlfsstaðabúinu í Mosfellssveit á kné, og raunar hafi það vakað fyrir Framsóknarflokknum, að svo færi. Thor Jensen, útgerðarmaður í Kveldúlfi, kom búinu á fót með mikilli túnrækt. Búnaðarfélag Íslands gerði hann að heiðursfélaga fyrir þá ræktun. Kúabúið var talið stærst kúabúa á Norðurlöndum. Ólafur Thors alþingismaður, sonur þessa búnaðarfrömuðar, sagði um mjólkurlögin, nýorðinn formaður Sjálfstæðisflokksins, þegar rætt var á Alþingi í desember 1934, hvaða mál þyrfti að afgreiða fyrir jól, að lögin væru eitt af þeim málum, sem svo að segja allt þingið er sammála um, að ná skuli fram að ganga. Við aðra umræðu lýsti hann beinlínis eftir óskum manna og tillögum, svo að einungis lítil umræða þurfi fram að fara við 3. umræðu, og aðeins að forminu til.
Reykjavíkurbær keypti Korpúlfsstaðabúið ekki löngu síðar. Niðurstaða rannsóknar á vegum Háskóla Íslands var, að búið hefði aldrei staðið undir sér, meðan Thor Jensen stóð fyrir því.
Björn S. Stefánsson
(Birtist áður í Morgunblaðinu 16. desember 2014: 30)
Landbúnaður | 18.12.2014 | 12:16 (breytt 21.10.2015 kl. 16:03) | Slóð | Facebook
Af mbl.is
Innlent
- Nota þyrlu til að setja upp búnað við Þríhnúkagíg
- Flóahreppur segir nei við Árborg
- Tólf þúsund íbúar fá 2.230 bílastæði
- Handtekinn gestur Englanna segist saklaus
- Allt á blússandi siglingu
- Snjór niður í miðjar hlíðar
- Íslenskir drykkir keppa á stóru sviði
- Viðsnúningur í afstöðu til flugvallarins
- Fluttur á bráðamóttöku eftir að bifreið var ekið á kyrrstæða bíla
- Allir hreindýrstarfarnir veiddust
Erlent
- Trump pirraður: Þú ert að skaða Ástralíu
- Reyndi að slá met en var handtekinn í Rússlandi
- Páfinn fordæmir framferði Ísraela
- Þúsundir munu fá lyf sem dregur úr kynhvöt
- Við drógum börnin út í pörtum
- Breytt stefna hjá Dönum: Kaupa langdræg vopn
- Segir að eitrað hafi verið fyrir Navalní
- Hafa hæft yfir 150 skotmörk á tveimur dögum
- Rauð viðvörun á Tenerife
- Sá grunaði í máli Madeleine McCann látinn laus
Viðskipti
- Kerecis sækir á nýja markaði
- Um 1.800 milljarðar í innlánum
- Taka lán fyrir lagningu jarðstrengs milli Akureyrar og Dalvíkur
- Einfalda flókin tækniumhverfi
- Ríkisstjórnin þarf einfaldlega að gera betur
- indó lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað
- Tækifærin fyrir hendi en virkja þarf kraftinn
- Nánast stjórnlaus skuldaaukning
- Edda Hermannsdóttir nýr forstjóri Lyfja og heilsu
- Stöðugleiki á fasteignamarkaði treystir velferð