Það hefur lengi verið ætlun ráðamanna, að þorskafli landsmanna tvöfaldaðist. Þá yrði hann eins mikill og samanlagður afli íslendinga og útlendinga var við Ísland, áður en fiskveiðilandhelgin var færð út svo um munaði. Þrátt fyrir þessa ætlun hefur aflinn hjakkað í sama farinu. Afli landsmanna sjálfra er eins og hann var, en ekkert hefur bæst við hann við hvarf erlendra skipa af miðunum. Eins og staðið hefur verið að fiskveiðistjórn, er það eðlilegt, þar sem það ráð hefur verið hunsað, sem fiskihagfræðingurinn Rögnvaldur Hannesson setti fram fyrst ráða, sbr. grein um hagfræðiráð við fiskveiðar í Morgunblaðinu 22. ágúst. Ráð Rögnvalds er ekki sérmál hans; sama sjónarhorn er haft við kennslu í Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna hér í Reykjavík, svo að dæmi sé nefnt. Þetta er heimfærð líffræði og lætur fjölda nytjadýra og nytjajurta standast á við þá næringu, sem kostur er á.
Gömul reynsla og ný er það, hvernig dýr og gróður fer í óhirðu, þegar dýrin og jurtirnar eru fleiri en svarar til þeirrar næringar, sem þarf til eðlilegs þroska. Það blasir víða við hér á landi, að trjáreitir og skógar eru í óhirðu, vegna þess að trén eru of mörg.Við horfóðrun voru fleiri dýr sett á en fóður var fyrir, ef tíð varð hörð vetur og vor. Það er einfalt mál að tvöfalda vöxt vanhirtra skóga með grisjun eða afurðir vanfóðraðs búfjár með því að fækka á fóðrum. Öfugt við þetta er að fjölga einstaklingunum umfram næringu, sem býðst. Iðulega er tilkynnt í Útvarpinu bann við veiði á grunnslóð um lengri eða skemmri tíma; slík vinnubrögð geta haft sömu áhrif á fiskstofninn og að setja niður helmingi fleiri útsæðiskartöflur en menn hafa reynslu fyrir, að skilar bestum árangri, uppskeran yrði mest smælki.
Heildaraflamark stjórnvalda á þorski verður ekki reist á gildum rökum, fyrr en honum hafa verið búin lífsskilyrði með áðurnefndu ráði fiskihagfræðingsins um grisjun. Ekki eru heldur líffræðileg rök fyrir því, að stór hrygningarstofn þorsks tryggi betur viðgang þorsksins en lítill. Enda þótt til séu líffræðileg ráð til að tvöfalda þorskstofn og þorskafla, er eins víst, að ráðamenn séu í sjálfheldu og ekki muni takast að breyta stjórn fiskveiða, svo að þorskaflinn nái þeirri stærð, sem hann hafði, þegar landsmenn og útlendingar veiddu án opinberra takmarkana. Þetta er af því, að heildaraflamarkið, skipting þess í aflaheimildir útgerða ásamt framsalsrétti þeirra skapar útgerðinni öryggi við afla og vinnslu og er lykillinn að öflugri útgerð einstakra fyrirtækja. Um leið er aflamarkið viðmið þeirra, sem vilja sækja meira fé til sjávarútvegsins til handa hinu opinbera, og heitir ýmsum nöfnum, svo sem auðlegðarskattur og uppboð á aflaheimildum. Þar sem aflamarkið er öryggis- og afkomuráð sjávarútvegsins, snýst atvinnugreinin til varnar því fyrirkomulagi. Þá mundu þeir, sem ætla sjávarútveginum að skila ríkinu meira fé og með með tilliti til aflamarksins, í andstöðu við útgerðina, missa verkfæri í þágu stefnu sinnar, ef það hyrfi. Þannig standa andstæðingar saman um að varðveita aflamarkið sem þjóðráð.
Þrátt fyrir það að ákvörðun á heildaraflamarki verði ekki studd líffræðilegum rökum og öll viðmiðun við það kunni að halda nýtingu fiskislóðanna í helmingi þess, sem náttúran gæti gefið, er aflamarkið viðmið, sem stjórnmálin hverfast um, en með öðrum ráðum til fiskveiðistjórnar yrði núverandi vígstaða stjórnmála- og hagsmunaafla um hana marklaus, að því ógleymdu, að með aflamarkinu sjá þeir, sem stefna Íslandi í Evrópusambandið, tækifæri til að liðka til við upptöku landsins í það, sbr. greinina Hugmyndir að baki stjórn ríkisins á fiskveiðum í Morgunblaðinu 30. júlí.
Með leikreglum sjóðvals má á ábyrgan hátt gera út um hvaðeina, sem lýtur að fiskveiðistjórn, svo sem fiskihagfræðileg ráð til varanlegrar nýtingar fiskstofna og með tilliti til öryggis við veiðar og vinnslu og um tekjuöflun ríkisins af auðlindum. Lýðræðissetrið gerði tilraun til umfjöllunar um afmarkaðan hluta fiskveiðistjórnar með sjóðvali meðal þingmanna og varaþingmanna. Þátttaka varð lítil. Pétur heitinn Blöndal, alþingismaður og stærðfræðingur, sem var þekktur fyrir að taka sjálfstæða afstöðu, viðurkenndi aðferðina, en kvaðst ekki geta tekið þátt í þessu sjóðvali, sem bauð upp á ýmis afbrigði að taka afstöðu til, þar eð þingflokkurinn hefði ákveðið að hafa samhljóða afstöðu. Þingflokkur hans skar sig ekki úr í því.
Björn S. Stefánsson
(Birtist áður í Morgunblaðinu 3. september 2015)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 3.11.2015 | 09:47 | Facebook
Af mbl.is
Innlent
- Vinnumálastofnun leigir tíu hús eða úrræði
- Kristrún gekk á bak orða sinna
- Skipa sérnefnd vegna dóms MDE
- Ekið var á ungling
- Er þetta eitthvert grín?
- Innkalla egg og ráða fólki eindregið frá neyslu
- Breyta framhaldsskólakerfinu: Nýtt stjórnsýslustig
- Talið að 70% muni kjósa sér bálför eftir 15 ár
- Dæmdur til fangelsisvistar eftir stuld í Bónus
- Nota þyrlu til að setja upp búnað við Þríhnúkagíg
Erlent
- Ísraelar vara ESB við
- Trump pirraður: Þú ert að skaða Ástralíu
- Reyndi að slá met en var handtekinn í Rússlandi
- Páfinn fordæmir framferði Ísraela
- Þúsundir munu fá lyf sem dregur úr kynhvöt
- Við drógum börnin út í pörtum
- Breytt stefna hjá Dönum: Kaupa langdræg vopn
- Segir að eitrað hafi verið fyrir Navalní
- Hafa hæft yfir 150 skotmörk á tveimur dögum
- Rauð viðvörun á Tenerife
Fólk
- Á von á fjórða barninu á sjö árum
- Andrés prins og Sara Ferguson saman við útför Katrínar
- Skilin þremur árum eftir framhjáhaldshneykslið
- Þrefaldur Íslandsfrumflutningur
- 12 barna faðir opnar sig
- Saoirse Ronan orðin móðir
- Kalla eftir upplýsingum um verk eftir Ísleif
- Redford: Fimm af þeim vinsælustu
- Þekktur tónlistarframleiðandi fannst látinn
- Leikarinn Robert Redford látinn
Viðskipti
- Kerecis sækir á nýja markaði
- Um 1.800 milljarðar í innlánum
- Taka lán fyrir lagningu jarðstrengs milli Akureyrar og Dalvíkur
- Einfalda flókin tækniumhverfi
- Ríkisstjórnin þarf einfaldlega að gera betur
- indó lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað
- Tækifærin fyrir hendi en virkja þarf kraftinn
- Nánast stjórnlaus skuldaaukning
- Edda Hermannsdóttir nýr forstjóri Lyfja og heilsu
- Stöðugleiki á fasteignamarkaði treystir velferð