Bloggfærslur mánaðarins, júní 2016
Ýmsir telja, að staða Íslands gagnvart Evrópusambandinu sé ekki háð atbeina forseta Íslands. Hvað sem því líður hafa stuðningsmenn aðildar að sambandinu beitt sér í forsetakosningum. Árið 2012 stóð til, að Jón Hannibalsson yrði í framboði, en af því varð ekki. Þá bauð sig fram bróðurdóttir hans, Þóra Arnórsdóttir, þekkt úr Sjónvarpinu. Í aðdraganda kosninganna nú fréttist af ýmsum konum, aðildarsinnum, sem kynnu að bjóða sig fram. Guðni Th. kom fram, þegar þær höfðu hætt við. Þjóðin hafði þá undanfarið kynnst honum í hlutverki álitsgjafa Sjónvarps og Útvarps. Nú hafa verið dregin fram ýmis atriði, sem sýna, að í Guðna eiga aðildarsinnar mann, sem hefur sýn á stöðu Íslands og sögu, sem fellur að sýn þeirra. Kynning Sjónvarpsins á Guðna, áður en framboð hans var tilkynnt, var vitaskuld mikilvægt upphaf framboðs. Föstudagskvöldið 3. júní unnu umræðustjórar Sjónvarpsins greinilega í þágu hans.
Sjónvarpið kom forsætisráðherra frá. Nú reynir á, hvort það kemur sínum manni á Bessastaði.
Björn S. Stefánsson
Birtist áður í Morgunblaðinu 8. júní 2016 20
Stjórnmál og samfélag | 9.6.2016 | 14:37 | Slóð | Facebook
Af mbl.is
Íþróttir
- Breiðablik með flest M í Bestu deildinni
- Heimavöllurinn ætti ekki að skipta miklu máli en gerir það
- Tapið í fyrsta leiknum svíður
- Kviknar á mörgum í úrslitaleikjum
- Síðasta mark De Bruyne í Manchester?
- Birkir og Aron sáu um Sviss
- Valur og Fram mætast í fyrsta sinn síðan 1998
- Allt í járnum í Laugardalnum
- Lífsnauðsynlegur sigur Framara
- Oddaleikur í Garðabæ eftir lygilegan endi