Norðurlandamál

Kunningi minn sveif á mig á dögunum á förnum vegi og var í uppnámi. Hann hafði farið á viðburð hér í Reykjavík, þar sem kynnt var útgáfa á Flateyjarbók á norsku, mikið verk og dýrt. Allt fór fram á ensku, þar á meðal ávarp norska sendiherrans. Hann kvaðst hafa spurt sendiherrann, hvað það ætti að þýða, að hún skyldi ekki tala norsku. Heldurðu, að ég hefði fengið leyfi til þess, svaraði hún, nýkomin til starfa hér.

 

Kunninginn var leiðsögumaður nokkurra norðmanna og hafði séð þarna tækifæri til að koma til móts við þá og fannst skömm að, þegar til kom. Mér þykir ekki líklegt, að nokkur hafi sótt þennan viðburð, sem ekki skildi norsku. Viðbúnaður á slíkum samkomum gæti verið að gefa kost á samhliða túlkun með tækjum, heldur en ryðja út öðrum málum en ensku.

Á Melunum rís nú hús yfir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur. Hugsjónin er þar að virða þjóðtungurnar. Í Háskóla Íslands fer fram kennsla í þýðingarfræðum. Ég heyrði erindi forstöðumannsins um daginn, þar sem kom fram, að honum var ofarlega í huga að efla íslenskt mál gegn ofurvaldi heimsmálsins. Saga leiðsögumannsins er hvorki uppörvandi fyrir slíkt starf né hugsjón Vigdísar Finnbogadóttur.

Björn S. Stefánsson

Birtist áður í Morgunblaðinu 26. nóvember 2015 71

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Lýðræðissetrið
Lýðræðissetrið

Í Lýðræðissetrinu eru rannsakaðar aðferðir við atkvæðagreiðslu og kosningu og veitt ráðgjöf í þeim efnum. Kynning á starfseminni fer fram á vefsíðunni www.abcd.is með útgáfu bóka og útgáfu skjárita.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband